Bláa kirkjan

Summer concert series in Seyðisfjörður Iceland

Auður Gunnarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir

Posted by in |

  • Price: 3000 kr. (Miðar keyptir við inngang)
  • Date: Wed, Jul 20, 2016
  • Time: 8:30 pm - 10:00 pm

Auður Gunnarsdóttir hóf nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk MA-prófi í ljóða- og óperusöng frá Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Stuttgart. Auður var fastráðin við óperuhúsið í Würzburg þar sem hún söng mörg helstu sópranhlutverk óperu¬bókmenntanna. Hún hefur einnig komið fram í mörgum helstu óperuhúsum Þýskalands auk Íslensku óperunnar, haldið fjölda ljóðatónleika, og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum sinfóníuhljómsveitum í Þýskalandi. Jafnframt hefur Auður sungið inn á nokkra geisladiska.

Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk námi við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1987 sem einleikari og kennari og var Jónas Ingimundarson aðalkennari hennar þar. Framhaldsnám stundaði hún í Vínarborg og Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og í kammermúsik ýmiskonar og þá ekki hvað minnst með söngvurum. Hún starfar nú sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands og tónlistarskólana í Kópavogi og Reykjanesbæ. Hún kemur reglulega fram á tónleikum bæði ein og með öðrum og er meðlimur í Caput hópnum.

Dagskrá:
Hjálmar H. Ragnarson, Söngvar Sólveigar (3 ljóð)
Robert Schumann, Frauenliebe und Leben ( 8 ljóð)
Wolf-Ferrari, 4 Rispetti (4 ljóð)
Turina, 5 ljóðalög

Audur og Helga