Bláa kirkjan

Summer concert series in Seyðisfjörður Iceland

Sumar í sveit – Lög um sumarið

Posted by in |

  • Price: 3000 kr. (Miðar keyptir við inngang)
  • Date: Wed, Jul 27, 2016
  • Time: 8:30 pm - 10:00 pm

Yfirskrift tónleikanna er “Sumar í sveit” og á efnisskránni eru íslensk sönglög tengd sumrinu auk nokkurra slagara úr suðrænni sól. Efnisskráin er því fjölbreytt og spannar lög eftir tónskáld eins og Atla Heimi Sveinsson, Sigfús Halldórsson, Tryggva M. Baldvinsson, Gershwin, Mozart og Granados.

Auk þess að tengjast öll sumrinu þá eru þetta mikil uppáhaldslög hjá söngvurunum og mikil tilhlökkun hjá þeim að flytja þessa dagskrá í sveitasælunni á Seyðisfirði.

Lilja Guðmundsdóttir (sópran) og Ingileif Bryndís Þórsdóttir (píanó) hafa spilað mikið saman og haldið tónleika í Þýskalandi, Austurríki og á Íslandi og bjuggu saman þegar þær voru við nám í Vínarborg. Bjarni Þór Kristinsson (bassi) og Lilja hafa auk þess marg oft komið fram saman og hann var til að mynda leynigestur á hádegistónleikum Lilja hjá íslensku óperunni fyrr í vetur.

IngaOgLilja