Bláa kirkjan

Summer concert series in Seyðisfjörður Iceland

Camerarctica

Posted by in , |

  • Price: 2000
  • Date: Wed, Jul 29, 2015
  • Time: 8:30 pm - 9:30 pm

Camerarctica

Geislandi tríó. Ljóðrænt, rytmískt og litríkt.l

Kammerhópurinn Camerarctica leikur þrjú tríó fyrir klarinettu, selló og píanó eftir Beethoven, Glinka og Nino Rota.

Tónleikarnir hefjast á Trio Pathétique eftir rússneska tónskáldið Mikhael Glinka sem var uppi á fyrri hluta nítjándu aldar og er oft nefndur faðir rússneskrar tónlistar. Því næst er hressilegt Tríó eftir Nino Rota sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndatónlist sína m.a úr Guðföðurnum. Tónleikunum lýkur með eðalklassík, hinu þekkta “Gassenhauer -Tríó“ op. 11 eftir Beethoven.

Flytjendur eru Ármann Helgason klarinettuleikari,Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Tónleikarnir taka um klukkutíma.

Tónleikarnir eru í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna – klassíska deild FÍH & FÍH með styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti

 

Efnisskrá:

Mikhail Ivanovich Glinka: Trió pathétique (1832)

(1804-1857)
Allegro moderato
Scherzo – vivacissimo – Trio – scherzo
Largo
Allegro con spirito – Alla breve ma moderato

Nino Rota: Trio (1973)

(1911-1979)
Allegro
Andante
Allegrissimo

Ludwig van Beethoven: Trio op.11 “Gassenhauer” (1797)

(1770-1827)
Allegro con brio
Adagio
Thema con variazioni “Pria ch´io l´impegno”

 

Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. Húsið opnar klukkan 20:00.