Bláa kirkjan

Summer concert series in Seyðisfjörður Iceland

Nathalía og Lilja

Posted by in |

  • Price: 2000
  • Date: Wed, Aug 05, 2015
  • Time: 8:30 pm - 9:30 pm

Bálið sem logar í þokunni
Sönglög eftir Tsjækovskí og Rachmaninov ásamt þjóðlögum.

 

lilja_eggertsLilja Eggertsdóttir píanóleikari útskrifaðist með 8. stig í píanóleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Erni Magnússyni píanóleikara. Lauk kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Lilja hóf söngnám hjá Mörtu G. Halldórsdóttur sópran og síðar hjá Jóni Þorsteinssyni tenor og Gerrit Schuil píanóleikara og lauk burtfaraprófi frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2008. Veturinn 2008-2009 stundaði hún söngnám hjá Dobrinku Yankovu sópran og píanóundirleik hjá Carl van Reenen við Tónlistarháskólann í Utrecht, Hollandi. Á árunum 2009- 2011 stundaði hún nám í ljóðameðleik hjá Gerrit Schuil. Haustið 2011 var Lilja valin í alþjóðlegu Sibeliusar söngkeppnina sem haldin var í Järvenpää, Finnlandi. Lilja er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar “Á ljúfum nótum í Laugarneskirkju” og er einnig einn af stofnendum og meðlimur í kammerhópnum Stillu. Lilja hefur starfað sem píanókennari í Tónskóla Hörpunnar og stundakennari í Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Í dag starfar hún sem meðleikari, m.a. í Söngskóla Sigurðar Demetz.

 

nathaliaNathalía Druzin Halldórsdóttir mezzosópran hóf söngnám í St.Pétursborg í Rússlandi og lauk 8. stigs prófi frá Nýja Tónlistarskólanum árið 2006. Aðalkennari hennar þar hefur verið Alina Dubik. Hún hefur sótt ýmis námskeið og notið leiðsagnar hjá virtum listamönnum á borð við Galinu Pisarenko, Dalton Baldwin og Kristinn Sigmundsson. Nathalía bar sigur úr býtum í keppninni „Ungir einleikarar“ árið 2008 og árið 2010 varð hún í þriðja sæti í Torneo Internazionale di Musica tónlistarkeppninni  sem haldin í Veróna á Ítalíu. Hún hefur verið virkur tónlistarflytjandi og tekið þátt í óperuuppfærslum á vegum Sumaróperunnar,Íslensku óperunnar og hjá Óperustúdíói Íslensku Óperunnar. Hún hefur tvívegis komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands.Nathalía hefur haldið einsöngstónleika víða – m.a. í Kaldalónssal Hörpu, Salnum í Kópavogi, Sigurjónssafni, Laugarneskirkju, Seltjarnarneskirkju og Gerðubergi. Ríkisútvarpið hefur bæði sjónvarpað og útvarpað frá nokkrum þessara tónleika. Síðastliðinn vetur fór hún í söngferð til St.Pétursborgar þar sem hún var einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur á tónleikum þar í borg. Nathalía á ættir að rekja til Seyðisfjarðar, en faðir hennar er fæddur þar og uppalinn.

 

Tickets are sold at the door, from 8 pm.