Bláa kirkjan

Summer concert series in Seyðisfjörður Iceland

1. ágúst – Minning Muff Worden heiðruð

26. July, 2018

Bergþór, Diddú, Anna Guðný ásamt Halldóru Malin og fleirum. Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan á Seyðisfirði fagnar í ár tuttugu ára afmæli sínu. Af því tilefni verður sett saman hátíðardagskrá þar sem minningu annars stofnanda hennar, tónlistarkennarans bandaríska, Muff Worden, verður heiðruð. Muff var fyrstu árin aðaldriffjöður tónleikaraðarinnar en hún lést árið 2006, langt fyrir aldur fram. Dagskráin verður blanda af óbundnu máli og tónlistarflutningi í umsjón leikkonunnar Halldóru Malinar Pétursdóttir. Tónlistina flytja m.a. þau Bergþór...

read more

25. júlí: Eldjárnin og Pozzo

19. July, 2018

Systkinin Ösp og Örn koma frá Tjörn í Svarfaðardal þar sem tónlist hefur ávallt verið ríkjandi partur af hversdeginum. Þau hófu ung að koma fram á tónleikum ásamt foreldrum sínum, Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur. Var því ekki að undra að þau héldu bæði í tónlistarnám, Örn í tónsmíðar og Ösp í söng og skapandi tónlist og hafa þau sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf, hérlendis og víðar. Þau stofnuðu saman dægurlaga og suðurríkjabandið Brother Grass og gáfu með þeim út tvær breiðskífur. Plata Aspar, Tales from a...

read more

18. júlí: Magga Stína og félagar

12. July, 2018

Magga Stína ásamt hljómsveit flytur frumsamið efni í bland við verk annarra.  Magga Stína er söngkona, leikkona, kennari, sjónvarpsmaður og ýmislegt fleira. Hún hefur gefið út tónlist með hljómsveitunum Hringjum og Risaeðlunni, með Megasi og undir eigin nafni, auk þess að syngja inn á fjölda hljómplatna með ýmsum tónlistarmönnum.

read more

11.júlí: Strengir, sögur og farandtónlist – Tourlou music

5. July, 2018

Tourlou býður tónleikagestum í ferðalag til landa á borð við Búlgaríu, Makedóníu, Armeníu, Grikkland, Ítalíu og Spán. Tríóið flytur þjóðlagatónlist í eigin útsetningum og á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. Eins og efnisskráin koma tónlistarmennirnir úr ólíkum áttum, frá Íslandi, Spáni og Hollandi. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá stofnun Tourlou hafa þremenningarnir farið í tónleikaferðalag um Spán og Japan, gefið út sinn fyrsta geisladisk og komið fram á hinum ýmsu tónleikum...

read more

4. júlí: It’s a Womans World – Olga Vocal Ensemble

3. July, 2018

Þema tónleikanna er femínismi þar sem listakonum síðustu 1000 ára er fagnað. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Hildgard von Bingen sem fædd var árið 1098 og Barböru Strozzi sem var uppi á 16. öld. Einnig verða flutt lög sem eru hvað þekkust í flutningi frægra söngkvenna, þar ber að nefna Ninu Simone, Édith Piaf og Billie Holliday. Einnig eru á efnisskránni fjögur lög sem samin voru sérstaklega fyrir Olgu. Fjölbreytni í lagavali og tónlistarstíl ræður ríkjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sönghópurinn Olga Vocal...

read more

Glæsilegt tónleikasumar framundan á 20 ára starfsafmæli

22. June, 2018

Tónleikaröðin fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og minnist um leið annars stofnanda hennar, Muff Worden, sem lést árið 2006, langt um aldur fram.  Í ár verða fjórir tónleikar auk sérstakrar minningardagskrá um Muff. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónleikar verða á miðvikudagskvöldum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og hefjast stundvíslega kl. 20.30. Olga Vocal Ensemble ríður á vaðið með tónleikana It’s a Womans World þann 4. júlí þar sem kvenkyns tónskáldum og flytjendum verður gert hátt...

read more

Að loknu tónleikasumri

25. September, 2017

Sumarið 2017 var 20. sumarið sem tónleikar voru haldnir í Seyðisfjarðarkirkju undir hatti tónleikaraðarinnar Bláa kirkjan. Sex tónleikar, fjölbreyttir að efnisskrá þar sem  19 framúrskarandi tónlistarmenn stigu á stokk, íslenskir, norskir, austfirskir, reykvískir, norðlenskir og svo mætti lengi telja. Aðsókn minnkaði því miður nokkuð frá fyrra ári og má leiða að því líkum að það sé hægt að rekja það til hækkandi gengi krónunnar. Erlendir ferðamenn eru ætíð í meirihluta tónleikagesta og ljóst er að almennt eyddu þeir minna í afþreyingu á...

read more

Heimabrugguð austfirsk tónlist þann 9. ágúst

4. August, 2017

Gítarleikarinn Jón Hilmar og saxófónleikarinn Einar Bragi ásamt hljómsveit leika sína eigin heimabrugguðu tónlist ásamt því að leika nokkur af uppáhalds lögunum sínum.  Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem austfirskur tónlistarandi svífur yfir Bláu Kirkjunni. Nánari upplýsingar. Tónleikar byrja kl. 20:30. Miðasala við innganginn. Aðgangseyrir: 3.000 kr. Aðgangseyrir fyrir 67 ára og eldri, öryrkja og námsmenn: 2.500...

read more

Mitt er þitt – þjóðlög sem Atlantshafið tengir þann 2. ágúst.

28. July, 2017

Á tónleikunum „Mitt er þitt“ munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui flytja þjóðlög frá Íslandi, Bretlandseyjum og Spáni, þar á meðal á basknesku, valensíanó, kastilísku og ladínó. Nánari upplýsingar. Tónleikar byrja kl. 20:30. Miðasala við innganginn. Aðgangseyrir: 3.000 kr. Aðgangseyrir fyrir 67 ára og eldri, öryrkja og námsmenn: 2.500...

read more

Óður til tónlistarinnar – klassísk sönglög við gítarundirleik þann 26. júlí

21. July, 2017

Á tónleikunum verða flutt þekkt sönglög eftir Schubert, Händel og fleiri við klassískan gítarundirleik. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Ingibergsson tenór og Svanur Vilbergsson gítar. Nánari upplýsingar. Tónleikar byrja kl. 20:30. Miðasala við innganginn. Aðgangseyrir: 3.000 kr. Aðgangseyrir fyrir 67 ára og eldri, öryrkja og námsmenn: 2.500...

read more