Select Page

Camerarctica flytur spennandi efnisskrá sem samanstendur af litríkum verkum fyrir klarinettu, fiðlu og píanó þar sem heyra má ólík stílbrigði tónlistar millistríðsáranna, m.a áhrif frá franskri kaffihúsa- og götutónlist, jazzi, armenskum þjóðlögum, argentískri tangótónlist og klezmer. Tríó Camerarctica skipa Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari.

Frekari upplýsingar.

Tónleikar byrja kl. 20:30.
Miðasala við innganginn.
Aðgangseyrir: 3.000 kr.
Aðgangseyrir fyrir 67 ára og eldri, öryrkja og námsmenn: 2.500 kr.