Dagskrá 2019


Reynir Hauksson

3. júlí – Reynir Hauksson – Klassísk og flamenco


Berta Dröfn og Sigurður Helgi

10. júlí – Berta Dröfn & Sigurður Helgi flytja Händel & Heimskringlu

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja aríur úr óperunni Alcina eftir Händel og ljóðaflokkinn Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn. 

Auður Gunnars, Eva Þyrí og Bjarki

17. júlí – Auður Gunnars, Eva Þyri & Bjarki / Saga íslenska sönglagsins

Dagskráin sem við ætlum að flytja er helguð íslenska sönglaginu frá upphafi og fram á þennan dag. Við völdum lögin í samráði við Bjarka Sveinbjörnsson en hann mun segja skemmtilegar sögur fullar af fróðleik á milli þess sem við flytjum lögin. Við komum víða við og flytjum meðal annars fyrsta íslenska veraldlega sönglagið.

Des Sonans

24. júlí – Dea Sonans / latintónlist – kammerdjass

Kvartettinn Dea Sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkonum. Hann er tilkominn í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Tónleikaröðin vann til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús árið 2017.
Kvartettinn spilar aðallega tónlist eftir meðlimi hans. Tónlistin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammerdjass. Hún er í senn lýrísk og aðgengileg og bæði sungin og instrumental.

Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur 

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónn/þverflauta og
söngur 

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, básúna/fiðla/slagverk og
söngur 

Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó 

Aldís Fjóla

31. júlí – Aldís Fjóla / ballöður – elektrópopp

Aldís Fjóla er tónlistarkona frá Borgarfirði eystra. Hún hefur komið víða við á sínum tónlistarferli og hefur komið fram á tónleikum víða um landið. 

Hlín og Ögmundur

7. ágúst – Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari

“Með sól í hjarta á sumarnótt”

Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari flytja íslenska tónlist auk verka frá Bretlandi, Spáni og Brasilíu.  Glettni og angurværð skiptast á í útgáfum Benjamins Britten af söngvum heimalands síns og þjóðlög í útsetningu F. Garcia-Lorca og M. de Falla birta heillandi  hugarheim og tónmál Spánar.