Sjóðheitur íslensk – norskur jazz. Icewegian 12. júlí 2017.

Icewegian er íslensk-norsk hljómsveit sem hefur starfað undanfarin fimm ár. Meðlimir eru Íslendingarnir Sigurður Flosason á saxófón og Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar ásamt með Norðmönnunum Per Mathisen á bassa og Rolv-Olav Eide á tommur. Hljómsveitin hefur spilað talsvert í Noregi, m.a á hinni þekktu Dölajazz hátíð í Lillehammer og einnig hérlendis á jazzhátíð Reykjavíkur. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist eftir alla meðlimina.  Stíllega séð fæst hljómsveitin við fjölbreytta stílflóru innan jazztónlistar, en þó má segja að umtalsverður hluti efnisskrárinnar liggi einhverstaðar á mörkum jazz og rokk tónlistar.  Sigurður og Andrés eru framarlega í íslensku jazzlífi og það sama má segja um Norðmennina í sínu heimalandi.

Frekari upplýsingar um hljómsveitarmeðlimi:

Myndbönd af fyrri tónleikum.
https://www.youtube.com/watch?v=vag6vV-OR2Y
https://www.youtube.com/watch?v=RJbeudkQf1Q
https://www.youtube.com/watch?v=-ziZHRju5u8

Facebookmail