Heimabrugg. Einar Bragi, Jón Hilmar og hljómsveit 9. ágúst 2017.

Gítarleikarinn Jón Hilmar og saxófónleikarinn Einar Bragi ásamt hljómsveit leika sína eigin heimabrugguðu tónlist ásamt því að leika nokkur af uppáhalds lögunum sínum.  Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem austfirskur tónlistarandi svífur yfir Bláu Kirkjunni.

Jón Hilmar og Einar Bragi hafa starfað og spilað saman í mörg ár. Þeir hafa sett sterkan svip á tónlistarlíf á austurlandi og þó Einar Bragi starfi nú og búi á vestfjörðum er hann samt Seyðfirðingur inn við beinið.

Tónleikarnir þann 9.ágúst í Bláu Kirkjunni verða skemmtilegir og fjölbreyttir.  Tónlistin verður út ýmsum áttum bæði eftir þá Jón Hilmar og Einar Braga og einnig verða nokkur af þeirra uppáhalds lögum á efnisskránni.  Hljómsveitin er skipuð tónlistarmönnum af austurlandi.

 

Um tónlistarmennina

EINAR BRAGI útskrifaðist 1987 sem blásarakennari úr Tónlistarskóla Reykjavíkur en var einnig á sama tíma í Jazzdeild Tónlistarskóla FÍH og er nú skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Einar Bragi hefur leikið inná yfir 100 hljómplatna og gefið út tvær sólóplötur Skugga 2007 og Drauma 2008 en það er einmitt hljómplatan sem hefur gert það að verkum að hann hefur leikið þrisvar sinnum  á Jazzhátíðinni Sortland Jazzfestival í norður Noregi.

 

JÓN HILMAR hefur starfað sem tónlistarmaður og gítarkennari í yfir 20 ár,  Hann hefur búið í Neskaupstað allan sinn feril og komið að gríðarlega mörgum verkefnum í gengum tíðina.  Jón hefur spilað með flestum bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Jón Hilmar er að klára sína fyrstu plötu með hljómsveitinni Dútl.. Sem kennari hefur Jón starfað síðan 1995 við Tónskóla Neskaupstaðar ásamt því að halda námskeið og kenna í gegnum netið. Nýjasta verkefni Jón Hilmars er sjónvarpsþátturinn Baksviðs.

Facebookmail