Select Page

Um Bláu Kirkjuna

blue_church_concert_series_seydisfjordur_iceland_3Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan undir sterkri stjórn Muff Worden. Sigurður Jónsson dró sig í hlé um tíma en hefur nú komið aftur til starfa sem formaður tónleikaraðarinnar. Í millitíðinni sá Muff alfarið um tónleikaröðina og sinnti því starfi af mikilli alúð. Hún lést 25. ágúst árið 2006 langt fyrir aldur fram.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30 yfir sumartímann. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Að jafnaði er óskað eftir umsóknum í lok hvers árs og umsóknarfrestur rennur út 30. janúar þar á eftir. Umsóknir skal senda á blaakirkjan@blaakirkjan.is og með þeim skal fylgja drög að prógrammi og ferilsskrá tónlistarmanna.