Fyrir flytjendur

Umsóknarferli

Í lok hvers árs eru settar auglýsingar á samfélagsmiðla, heimasíðu og á póstlista þar sem óskað er eftir umsóknum tónlistarmanna um að fá að koma fram á tónleikaröðinni árið eftir. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar þar á eftir.

Umsóknir skal senda á blaakirkjan@blaakirkjan.is og með þeim skulu fylgja drög að prógrammi og ferilsskrá tónlistarmanna. Einnig er gott að láta fylgja með myndbönd eða hljóðupptökur þegar hægt er.

Stjórn fundar fljótlega eftir að umsóknarfrestur rennur út og setur saman drög að prógrammi sumarsins og felur umsjónarmanni tónleikaraðarinnar að hafa samband við flytjendur.

Skipulag, greiðslur og framkvæmd

Fyrir tónleikana er greidd þóknun sem fer eftir fjölda flytjenda hverju sinni. Þá er einnig greidd föst upphæð sem á að dekka ferðakostnað og gistingu. Flytjendur sjá sjálfir um að ferðast til Seyðisfjarðar, á þann hátt sem þeim hentar og bóka einnig gistingu. Á www.visitseydisfjordur.is má finna ýmsar upplýsingar sem geta komið að góðum notum.

Komið á staðinn

Tónleikarnir eru á miðvikudagskvöldum í Seyðisfjarðarkirkju en við biðjum flytjendur, þegar því er við komið, að heimsækja einnig hjúkrunarheimili staðarins fyrr um daginn og flytja þar stutt prógramm.

Starfsmaður frá tónleikaröðinni er flytjendum innan handar eftir að þeir koma á staðinn varðandi almennar upplýsingar og einnig ef einhverja aðstoð þarf varðandi aðbúnað í kirkjunni sjálfri. Starfsmaðurinn sér einnig um að opna kirkjuna, tekur á móti tónleikagestum, rukkar aðgangseyri og annað sem til fellur.