Dagskrá sumarsins 2019 kynnt

Við kynnum með stolti Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2019

Reynir Hauksson

3. júlí – Reynir Hauksson – Klassísk og flamenco

Reynir Hauksson hóf nám í Tónlistarskóla FÍH 2010 eftir að hafa spilað á hljóðfæri frá barnsaldri. Reynir lauk þar burtfararprófi í klassískum gítarleik auk þess sem hann lagði stund á rafgítarleik og kennaranám. Námið nýttist vel og stuðlaði að sterkum og fjölbreyttum grunni í tónlist, sem hefur stuðlað að margbreytilegum verkefnum innan tónlistar. Reynir hefur fengist mikið við hljóðversvinnslu, gefið út 3 plötur með hljómsveitunum Þoka og Eldberg sem innihalda hans eigin tónsmíðar, frá framsæknu rokki yfir í rólegri tónlist undir áhrifum frá Jazz og þjóðlagatónlist auk þess að hafa leikið inn á plötur hjá öðrum. Reynir hefur stýrt upptökum og séð um eftirvinnslu sjálfur. Hvað tónleikahald varðar hefur hann haldið gítar einleikstónleika í Flamenco-, klassískri- og frjálsri spuna tónlist víða um Ísland, Noreg og Spán. Einnig hefur hann spilað á stórum tónleikum með eigin tónsmíðum með fjölmennum hljómsveitum. Veturinn 2015-2016 flutti Reynir til Noregs í áframhaldandi tónlistarnám með aðal áherslu á hljóðfæri sem hann hannaði og smíðaði sem nefnt er Guituello. Það hljóðfæri er sambland af rafgítar og selló, leikið að öllu jöfnu með boga.

Efnisskrá

Tonos Levantinos – Paco Peña
Aires de Puerto Real – Sabicas
Como Bailan los Caballos – Reynir Hauksson
Alegrías – Reynir Hauksson
Rondeña – Reynir Hauksson
Aires Choqueros – Paco de Lucia
Asturias – Isaac Albéniz
Granada – Isaac Albéniz
San Matias – Reynir Hauksson
Vísur Vatnsenda Rósu – Þjóðlag, úts. Reynir Hauksson
Gitanos de Lucía – Vicente Amigo

Berta Dröfn og Sigurður Helgi

10. júlí – Berta Dröfn & Sigurður Helgi flytja Händel & Heimskringlu

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja aríur úr óperunni Alcina eftir Händel og ljóðaflokkinn Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn. 

Berta útskrifaðist með láði eftir mastersnám í söng á Ítalíu, árið 2016. Eftir útskrift hefur hún sungið m.a. í Carnegie Hall í New York og í Scala óperunni í Mílanó. 

Sigurður Helgi lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2004 og BM gráðu summa cum laude frá Berklee College of Music árið 2011. Hann starfar nú sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík. 

Efnisskrá

Aríur Morgana from Alcina by Händel
O s’apre al riso
Tornami a vagheggiar
Ama, sospira
Credete al mio dolore
From Heimskringla
Öfugumeginframúrstefnan
Hvar ertu?
Fingurbjörg
Vont og gott
Heimskringla
Kata er best
Korr í ró
Grýla og Leppalúði

Auður Gunnars, Eva Þyrí og Bjarki

17. júlí – Auður Gunnars, Eva Þyri & Bjarki / Saga íslenska sönglagsins

Dagskráin sem við ætlum að flytja er helguð íslenska sönglaginu frá upphafi og fram á þennan dag. Við völdum lögin í samráði við Bjarka Sveinbjörnsson en hann mun segja skemmtilegar sögur fullar af fróðleik á milli þess sem við flytjum lögin. Við komum víða við og flytjum meðal annars fyrsta íslenska veraldlega sönglagið.

Þessi dagskrá er fyrir alla sem vilja njóta fegurðar íslenska sönglagsins og fræðast um leið upp úr hvaða jarðvegi þau spruttu.

Auður Gunnarsdóttir lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1991. Árið 1992 hélt hún til Stuttgart þar sem hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann og lauk árið 1995 Diplomaprófi frá Ljóðadeild, 1996 M.A. prófi frá óperudeild, 1997 M.A. frá einsöngvaradeild.

Að loknum prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði Eva Þyri Hilmarsdóttir nám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og lauk þaðan einleikaraprófi. Að því loknu nam hún við The Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika.

Bjarki Sveinbjörnsson (f. 1953) útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1976. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum (1979-1981) og við Aalborg Univeristet í Danmörku 1989-1998) þar sem hann lauk doktorsnámi í tónvisindum 1998. Helsta fræðasvið hans er saga íslenskrar tónlistar.

Efnisskrá

Andvarp
Árniðurinn
Draumalandið
Gígjan
Ég lít í anda
Leitin
Í dag skein sól
Vöggukvæði
Fuglinn í fjörunni
Únglíngurinn í skóginum
Haldiðún Gróa hafi skó
Klementínudans
Vor
Krummi

Des Sonans

24. júlí – Dea Sonans / latintónlist – kammerdjass

Kvartettinn Dea Sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkonum. Hann er tilkominn í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Tónleikaröðin vann til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús árið 2017.
Kvartettinn spilar aðallega tónlist eftir meðlimi hans. Tónlistin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammerdjass. Hún er í senn lýrísk og aðgengileg og bæði sungin og instrumental.

Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur 

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónn/þverflauta og söngur 

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, básúna/fiðla/slagverk og söngur 

Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó 

Aldís Fjóla

31. júlí – Aldís Fjóla / ballöður – elektrópopp

Aldís Fjóla er tónlistarkona frá Borgarfirði eystra. Hún hefur komið víða við á sínum tónlistarferli og hefur komið fram á tónleikum víða um landið. Í fyrra hóf Aldís Fjóla samstarf við Stefán Örn Gunnlaugsson og er hún nú að vinna að sinni fyrstu sólóplötu með sínu eigin efni. Tónlist Aldísar Fjólu spannar frá rólegum ballöðum upp í elektrópopp. Á tónleikunum í Bláu kirkjunni mun Aldís Fjóla ásamt hljómsveit sinni spila sitt eigið efni í bland við nokkur af hennar uppáhalds lögum.  

Hlín og Ögmundur

7. ágúst – Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari

“Með sól í hjarta á sumarnótt”

Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari flytja íslenska tónlist auk verka frá Bretlandi, Spáni og Brasilíu.  Glettni og angurværð skiptast á í útgáfum Benjamins Britten af söngvum heimalands síns og þjóðlög í útsetningu F. Garcia-Lorca og M. de Falla birta heillandi  hugarheim og tónmál Spánar. Örnólfur Þór leikur einleiksverk á tónleikunum í samhengi við sönglögin og eru Villa-Lobos innblásin af tónlist  J.S. Bach og er suðræni hluti tónleikanna rammaður inn í Preludíur eftir tónskáldin. Þá verða fluttir söngvar eftir Ólöfu Arnalds og Þuríði Jónsdóttur.  2018 var haldin keppni um kórlag í tilefni fullveldishátíðar en sigurlagið “Landið mitt” eftir Jóhanns G. Jóhannsson verður flutt ásamt tveimur öðrum sem send voru í keppnina.

Efnisskrá

Fairest Isle
If love´s a sweet passion
I will give my love an apple
Sailor-boy
Master Kilby
The Soldier and the Sailor
Bonny at Morn
The Shooting of his Dear
Lachrimae Pavan
Come Again
O you whom I often
Landið mitt
Sumarnótt
Með sól í hjarta
Skjaldborg
Náttsöngur
Bachiana Brasileira no. 5
Prelude no. 1
Prelude no. 2
Canciones antiguas
Anta jaleo
Las morillas de Jaèn
Sevillanas de siglo XVIII
Los pelegrinitos
Los reyes de la baraja

2019 program revealed

We proudly present the Summer Concert Series 2019

July 3rd – Reynir Hauksson – Classical and Flamenco music

Reynir Hauksson began performing music as a child in Iceland, beginning with piano. In his teenage years the inspiration for guitar playing was sparked and later he would graduate as a Classical Guitar Soloist from the music academy FÍH in Reykjavík, Iceland. He also studied Jazz guitar and music theory from the same school.

Later he moved to Norway to perform and teach music and thereafter he moved to Andalucía, Spain to play an active role in the Flamenco scene there.

Reynir is an active performer, playing mostly Classical and Flamenco music, but also Jazz, Rock and Balkan music.

Program
Tonos Levantinos – Paco Peña
Aires de Puerto Real – Sabicas
Como Bailan los Caballos – Reynir Hauksson
Alegrías – Reynir Hauksson
Rondeña – Reynir Hauksson
Aires Choqueros – Paco de Lucia
Asturias – Isaac Albéniz
Granada – Isaac Albéniz
San Matias – Reynir Hauksson
Vísur Vatnsenda Rósu – Þjóðlag, úts. Reynir Hauksson
Gitanos de Lucía – Vicente Amig

July 10th – Berta Dröfn & Sigurður Helgi / Händel & Heimskringla

Berta Dröfn Ómarsdóttir soprano and Sigurður Helgi Oddsson pianist will perform arias by Händel and a song cycle by Tryggvi M. Baldvinsson and Þórarinn Eldjárn.
Berta graduated with honours from Conservatorio Monteverdi in Bolzano, Italy in 2016. After graduation she has performed in Carnegie Hall, New York and Scala opera, Milano.
Sigurður Helgi gratuated summa cum laude with a BM degree in professional music from Berklee College of Music in 2011. He works as a pianist and a teacher at the Reykjavík Academy of Singing and the Vocal Arts.

Program
Aríur Morgana from Alcina by Händel
O s’apre al riso
Tornami a vagheggiar
Ama, sospira
Credete al mio dolore
From Heimskringla
Öfugumeginframúrstefnan
Hvar ertu?
Fingurbjörg
Vont og gott
Heimskringla
Kata er best
Korr í ró
Grýla og Leppalúði

July 17th – Auður Gunnars, Eva Þyri & Bjarki / The Icelandic Song

The program is dedicated to the Icelandic song heritage. We will perform the first icelandic song and from there sing our way closer to moderns songs. Bjarki Sveinbjörnsson will narrate the story and inligth our guests.
This program is for everyone who wants to enjoy the beauty of the Icelandic song.

Audur studied at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts with Ólöf K. Harđardóttir and the Hochschule für Musik und darstellende Kunst in Stuttgart, where she passed her final exam with distinction.

Eva Þyri Hilmarsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music and furthered her studies in Denmark, with prof. John Damgaard at the Royal Academy of Music in Aarhus, receiving an Advanced Soloist Diploma. She studied with Michael Dussek at the Royal Academy of Music in London and graduated from the MA Piano Accompaniment Course with Distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpender Piano Prize for an outstanding final recital.

Bjarki Sveinbjörnsson a musicologist who graduated as a music teacher from Tónlistarskólanum í Reykjavík in the spring of 1976. He pursued postgraduate studies in the United States (1979-1981) and at Aalborg University in Denmark in 1989-1998), where he completed a doctoral degree in tone science in 1998. His main field of study is the history of Icelandic music.

Program

Andvarp
Árniðurinn
Draumalandið
Gígjan
Ég lít í anda
Leitin
Í dag skein sól
Vöggukvæði
Fuglinn í fjörunni
Únglíngurinn í skóginum
Haldiðún Gróa hafi skó
Klementínudans
Vor
Krummi

July 24th – Dea Sonans / Latin & Melodic Chamber Jazz

Dea Sonans is a quartet formed by four women in 2018. The program consists mostly of originals by its members and the occasional cover. Their music can be described as reaching from latin to melodic chamber jazz, both lyrical and accessible, instrumental and sung.

Alexandra Kjeld, bass and vocals
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxophone / transverse and vocals
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, trumpet / violin / percussion and song
Sunna Gunnlaugsdóttir, piano

July 31st – Aldís Fjóla / Ballroom & Electro-Pop

Aldís Fjóla is a musician from Borgarfjörður Eystri. She has performed widely in her music career and has appeared in concerts around the country. Last year, Aldís Fjóla started working with Stefán Örn Gunnlaugsson and she is now working on her first solo album with her own material. Aldís Fjóla’s music ranges from quiet ballroom to electro-pop. At the concert in the Blue Church, Aldís Fjóla and his band will play their own material mixed with some of her favorite songs.

August 7th – Hlín Péturs Behrens Sopran & Ögmundur Þór Guitar / Songs, old and new

Hlín Pétursdóttir Behrens soprano studied singing at Tónlistarskóli Reykjavíkur and graduated as a solosinger 1992. She then studied at the Opera Academy of the Music College in Hamburg, and completed her studies as a singer in Germany, Switzerland, Austria and France for 10 years.

Ögmundur Þór Jóhannesson started learning classical guitar when he was 10. From 2000 to 2002, he studied classical guitar in Barcelona under the tutelage of Amaesson Amadou, Ricardo Jesus Gallen and Alex Garob Sadalo. In June 2008, Ogmundur graduated from Salzburg Mozarteum University of Music under the instruction of Marco Diaz Tamayo.

Program
Fairest Isle
If love´s a sweet passion
I will give my love an apple
Sailor-boy
Master Kilby
The Soldier and the Sailor
Bonny at Morn
The Shooting of his Dear
Lachrimae Pavan
Come Again
O you whom I often
Landið mitt
Sumarnótt
Með sól í hjarta
Skjaldborg
Náttsöngur
Bachiana Brasileira no. 5
Prelude no. 1
Prelude no. 2
Canciones antiguas
Anta jaleo
Las morillas de Jaèn
Sevillanas de siglo XVIII
Los pelegrinitos
Los reyes de la baraja

Glæsilegt tónleikasumar framundan á 20 ára starfsafmæli

Tónleikaröðin fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og minnist um leið annars stofnanda hennar, Muff Worden, sem lést árið 2006, langt um aldur fram.  Í ár verða fjórir tónleikar auk sérstakrar minningardagskrá um Muff. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónleikar verða á miðvikudagskvöldum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og hefjast stundvíslega kl. 20.30.

Olga Vocal Ensemble ríður á vaðið með tónleikana It’s a Womans World þann 4. júlí þar sem kvenkyns tónskáldum og flytjendum verður gert hátt undir höfði. Þann 11. júlí mun alþjóðlega þjóðlagatríóið Tourlou music flytja eigin útsetningar á þjóðlögum héðan og þaðan úr Evrópu og víðar. Þá stígur á stokk Magga Stína ásamt félögum þann 18. júlí og flytur frumsamda tónlist í bland við annarra. Síðustu tónleikarnir verða þann 25. júlí en þá koma svarfdælsku systkinin Ösp og Örn Eldjárn ásamt ítalska fiðluleikaranum Valeria Pozzo og flytja tónlist eftir sig.

Þann 1. ágúst verður flutt minningardagskrá um Muff þar sem tónlist í bland við önnur atriði verður flutt og sagt frá ævi Muff og störfum. Tónlistarmennirnir Bergþór Pálsson, Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir sjá um tónlistarflutninginn.

Verið velkomin í Bláu kirkjuna.

 

 

 

 

 

Dagskrá sumarsins – summer program 2017

Dagskrá sumarsins er nú komin í lofti og að vanda verður hún fjölbreytt og áhugaverð. Klassískir söngtónleikar við gítarundirleik, djass með norrænu ívafi, orgeltónleikar tileinkaðir kventónskáldum, heimabrugguð, austfirsk tónlist, þjóðlög sem Atlantshafið tengir og millistríðsáratónlist leikin á klarinettu, fiðlu og píanó. Það ætti að vera eitthvað fyrir alla þarna!

Tónleikarnir fara fram á miðvikudagskvöldum og hefjast kl. 20.30. Fyrstu tónleikarnir verða 5. júlí og þeir síðustu 9. ágúst.

Frekari upplýsingar hér.

Our summer program is now ready, offering a wide and interesting range of music styles. Classicial singing accompanied with a guitar, jazz with Nordic flavour, organ concert dedicated to female composers, homemade music from East Iceland, folk songs that the Atlantic Ocean combines and clarinet, violin and piano playing inter wars years music. Something for everyone.

The concerts are held on Wednesday nights at 20.30. The first ones will be on July the 5th and the last ones this year on August the 9th.

Further information on each concert.