Select Page

Sumarið 2017 var 20. sumarið sem tónleikar voru haldnir í Seyðisfjarðarkirkju undir hatti tónleikaraðarinnar Bláa kirkjan. Sex tónleikar, fjölbreyttir að efnisskrá þar sem  19 framúrskarandi tónlistarmenn stigu á stokk, íslenskir, norskir, austfirskir, reykvískir, norðlenskir og svo mætti lengi telja.

Aðsókn minnkaði því miður nokkuð frá fyrra ári og má leiða að því líkum að það sé hægt að rekja það til hækkandi gengi krónunnar. Erlendir ferðamenn eru ætíð í meirihluta tónleikagesta og ljóst er að almennt eyddu þeir minna í afþreyingu á Íslandi en áður.  Áheyrendafjöldi er þó ekki eini mælikvarðinn á mikilvægi tónleikaraðar sem þessarar og á næsta ári er fyrirhugað að halda upp á 20 ára afmæli hennar.

Við þökkum öllum sem lögðu tónleikaröðinni lið, sérstaklega Seyðisfjarðarkaupstað, Seyðisfjarðarkirkju, Uppbyggingarsjóð Austurlands, Síldarvinnslunni, Alcoa Fjarðaál og Tónlistarsjóði. Án þeirra stuðning væri ekki gerlegt að bjóða upp á eins metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá.