Select Page

Tourlou býður tónleikagestum í ferðalag til landa á borð við Búlgaríu, Makedóníu, Armeníu, Grikkland, Ítalíu og Spán. Tríóið flytur þjóðlagatónlist í eigin útsetningum og á efnisskránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. Eins og efnisskráin koma tónlistarmennirnir úr ólíkum áttum, frá Íslandi, Spáni og Hollandi.

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá stofnun Tourlou hafa þremenningarnir farið í tónleikaferðalag um Spán og Japan, gefið út sinn fyrsta geisladisk og komið fram á hinum ýmsu tónleikum og tónlistarhátíðum í Hollandi og Belgíu.

Tónleikar Tourlou í Bláu kirkjunni eru þeir síðustu í röð tónleika eftir þriggja vikna ferðalag tríósins um Ísland.

Tríóið skipa þau Anna Vala Ólafsdóttir, selló og söngur, David Alameda Márquez, fiðla, víóla d’amore, mandólín og söngur og Mayumi Malotaux, fiðla, mandólín, söngur