Select Page

Bergþór, Diddú, Anna Guðný ásamt Halldóru Malin og fleirum.

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan á Seyðisfirði fagnar í ár tuttugu ára afmæli sínu. Af því tilefni verður sett saman hátíðardagskrá þar sem minningu annars stofnanda hennar, tónlistarkennarans bandaríska, Muff Worden, verður heiðruð. Muff var fyrstu árin aðaldriffjöður tónleikaraðarinnar en hún lést árið 2006, langt fyrir aldur fram.

Dagskráin verður blanda af óbundnu máli og tónlistarflutningi í umsjón leikkonunnar Halldóru Malinar Pétursdóttir. Tónlistina flytja m.a. þau Bergþór Pálsson, Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Þau eru landsmönnum löngu kunn og hafa margoft komið fram í Bláu kirkjunni.