Select Page

Sópran, tenór og gítar – Þóra, Björn og Svanur 26. júlí 2017

 

Á tónleikunum verða flutt þekkt sönglög eftir Schubert, Handel og fleiri við klassískan gítarundirleik.

Um flytjendur.

Þóra Einarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og við Guildhall School of Music and Drama hjá prof. Lauru Sarti. Þóra þreytti frumraun sína að námi loknu við Glyndebourne Festival Opera árið 1995. Hún steig þó fyrst á svið Íslensku óperunnar aðeins 18 ára gömul í litlum hlutverkum í Rigoletto og í Töfraflautunni. Auk Íslensku óperunnar hefur Þóra sungið hlutverk í ENO, Opera North, Opera Factory London, Wiesbaden, Mannheim, Nürnberg, Darmstadt, Berlín, Basel, Salzburg, Bologna, Malmö og Lausanne.

Björn Ingiberg Jónsson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hann útskrifaðist með einsöngvarapróf frá tónlistarháskólanum Trinity College of Music (nú Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance) í London árið 1994. Björn fékk námsstyrk frá tónlistarháskólanum Guildhall School of Music and Drama í London og lauk hann námi frá óperudeild skólans árið 1996. Við Íslensku óperuna hefur Björn sungið hlutverk Normanno í Luciu di Lammermoor, Ferrando í Cosi fan Tutte og Nemorino í Ástardrykknum. Björn var fastráðinn við óperuna í Malmö þar sem hann söng í mörgum óperuuppfærslum og á tónleikum m.a. hlutverk Tonio í Dóttur herdeildarinnar.

Svanur Vilbergsson hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandarikjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Á meðal nýlegra verkefna hafa verið tónleikar á Inishowen International Guitar Festival á Írlandi, Semersooq gítarhátíðinni á Grænlandi, Sommer melbu hátíðinni í Noregi og Reykjavík Classics tónleikaröðinni í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann varð fyrsti klassíski gítarleikarinn til að spila einleikstónleika í þeim sal.

Efnisskrá

Ave Maria                                           F. Schubert

An die Musik                                      F. Schubert

An Sylvia                                             F. Schubert

Ombra mai fu                                    G. F. Handel

Tilbrigði við stef eftir Mozart          F. Sor