Select Page

Tónleikaröð Bláu kirkjunnar

Sumartónleikaröðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af helstu menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar þar sem færi gefst á að hlýða á marga af áhugaverðustu tónlistarmönnum landsins í frábærum tónleikasal Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði.

About the Series

The series has become one of the major cultural events in the East of Iceland. It offers a varied program of music where you can see many of the country’s most interesting musicians in the great concert hall of the Blue Church in Seyðisfjörður.

The Hevreh Ensemble – 12. júlí

Hljómsveitin The Hevreh Ensemble kemur frá New York en „hevreh“ er hebreska og þýðir „vinahópur“. Hljómsveitina skipa Judith Dansker, Laurie Friedman, Adam Morrison og Jeff Adler en þetta er tónlistarfólk í hæsta gæðaflokki og hefur það, bæði saman og í sundur, komið víða fram á löngum ferli í Evrópu og Bandaríkjunum. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist og þykir einstaklega skemmtileg á sviði. Hljóðfæraskipanin er fjölbreytt og flytja þau tónlist sína með ýmiskonar hljóðgjöfum s.s. alls konar slagverki, blásturhljóðfærum og hljóðgervlum.

The Hevreh Ensemble ætti að kveikja forvitni allra tónlistarunnenda!

NYC based Hevreh Ensemble performs compositions by group member Jeff Adler. Their concerts have delighted audiences and critics alike with appearances throughout the US and Europe, including New York City, the Newport Chamber Music Festival, Saint-Gaudens National Historic Site and concerts in Vienna, Berlin, Bonn, Amsterdam, Prague, and Krakow.

The wide and varied instrumentation includes the innovative use of Cherokee Native American flutes, along with clarinet, bass clarinet, oboe, English horn, world percussion that includes djembe, dumbek, ocean drum, balafon, kalimba, rain stick, tabla, log drum, keyboard, and shofar.

Jón Ólafsson og Hildur Vala – 19. júlí

Hildur Vala og Jón Ólafsson eru bæði landskunn fyrir tónlist sína. Þau hafa komið víða við á löngum ferli en Jón er m.a. meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk, einni langlífustu popp- og rokkhljómsveit Íslands, og Hildur Vala hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarkvenna allt frá því hún sté fram á sjónarsviðið árið 2005 þegar hún sigraði Idol-Stjörnuleit. Á tónleikunum munu þau spila uppáhalds lögin sín auk tónlistar úr eigin safni en þau hafa hvort um sig gefið út þrjár sólóplötur.

Hildur Vala and Jón Ólafsson are both nationally known for their music. Jón is a member of the band „Nýdönsk“, one of Iceland’s longest-running pop and rock bands, and Hildur Vala has been active in the Icelandic music scene ever since she appeared and won in the Icelandic Idol singing competition in 2005. They will play their favorite songs as well as music from their own catalogue but they have each released three solo albums, all well received by the public and critics.

Íslenski saxófónkvartettinn – 26. júlí

Íslenski saxófónkvartettinn er fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvartettinn á Íslandi. Kvartettinn hélt sína fyrstu tónleika í október 2006 og síðan þá hefur hópurinn m.a. leikið á Sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns, á Háskólatónleikum,  í 15.15-tónleikaröðinni í Norræna húsinu, á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi, á Myrkum músíkdögum, hjá Kammermúsíkklúbbnum og í Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar. Einnig hefur kvartettinn leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur.  Íslenska saxófónkvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins og Guido Bäumer.

The Icelandic Saxophone Quartet is the first and only active classical saxophone quartet in Iceland. The quartet held its first concert in October 2006 and since then the group has performed regularily in Iceland, for instance on Dark Music Days in Reykjavík, and they have also performed with the renowned Reykjavík Champer Orchestra. The Icelandic saxophone quartet consists of Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins and Guido Bäumer.

Guðrið Hansdóttir – 2. ágúst

Guðrið Hansdóttir listamaður frá Færeyjum og tónlist hennar er blanda af þjóðlagapoppi og kammerpoppi. Hún hefur sinnt tónlistinni af krafti í tvo áratugi eða svo og er óhrædd við að prófa nýjar leiðir í sinni listsköpun. Guðrið hefur gefið út sex sólóplötur og er einnig meðlimur í rafdúettinum BYRTA. Árið 2022 gaf hún út kraftmikla og tilfinningaríka plötu sem ber titilinn „Gult myrkur“ (Yellow Darkness). Hún var að hluta unnin með færeyska ljóðskáldinu Lív Maríu Róadóttur Jæger. Plötunni farnaðist vel, fékk fína gagnrýni og viðurkenningu á færeysku tónlistarverðlaununum fyrr á þessu ári fyrir plötu og texta ársins. Guðrið vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út síðar á þessu ári. 

Guðrið Hansdóttir is a singer/songwriter from the Faroe islands and her music is a mix of folkpop and chamber pop. She has released six solo albums and is also a member of the popular electro pop duo BYRTA. Five years on from her last solo record, she has returned with a powerful, personal and emotional album titled “Gult myrkur”(Yellow Darkness). Gudrid has been performing and recording her own music since the millennium and has never shied away from beating her own path. On her latest album she opens up an eerie universe of soundscapes illuminated by her warm, charismatic vocals, and by soft acoustics and light electronic rhythms.

Gudrid ́s passion for poetry led her to the doorstep of Lív María Róadóttir Jæger, a Faroese poet who happily agreed to collaborate on the album. “Gult mykur” won album of the year and lyric of the year at this year’s Faroese Music Awards and has been very well received by critics.  Guðrið is currently working on a new album which will be released later this year.

Blood Harmony – 9. ágúst

Blood Harmony er samstarfsverkefni systkinanna Arnar, Aspar og Bjarkar Eldjárn sem hófst snemma árs 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á og sökum hans voru þau flutt í heimahagana fyrir norðan. Þau umbreyttu kjallaranum á æskuheimilinu Tjörn í upptökustúdíó og hófu að taka upp lög sem Örn og Ösp höfðu bæði samið í gegnum árin en aldrei fundið þeim farveg, fyrr en þarna. Sumarið 2021 héldu þau í sína fyrstu tónleikaferð um landið og síðan þá hafa þau komið fram á tónlistarhátíðum í Svíþjóð, Finnlandi og nú síðast á Celtic Connections hátíðinni í Glasgow en þar komu þau meðal annars fram í þættinum The Quay sessions á BBC Scotland. Systkinin hafa nú gefið út fjögur lög, Summer Leaves, Wicked Heart, Draumsnillingar og Girl From Before og eru um þessar mundir að vinna í útgáfu breiðskífu.

Brought up in a highly musical family, it was no surprise that Örn Eldjárn and Ösp Eldjárn would often collaborate throughout their artistic careers spanning two decades. They have now joined forces again by returning to their folky roots. To perfect the “blood harmony” concept, which happens when close family members sing together, Örn and Ösp are joined by their sister, Björk Eldjárn. The band was formed in early 2020 at the beginning of the covid epidemic. The siblings transformed the basement of their family farm into a studio and started recording. They also started a live streaming session called “The Valley Sessions” where they performed their new music and connected  to a new audience. The following summer they toured around Iceland and in april 2022 they were chosen to perform at Nordic Folk Alliance in Gothenburg. Since then they’ve played festivals in Finland and Scotland and have had a radio performance at BBC Scotland. They are currently working on their debut album.

Um tónleikaröðina

Húsið opnar kl. 20:00. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. 

Við bendum á spennandi tilboð sem finna má í Austurlands appinu – 20% afsláttur fyrir notendur appsins.

About

The house opens at 20:00. Admission fee is 4.000 kr.

Check out the Austurland app for exciting offers and deals of all sorts!

Um tilurð tónleikaraðarinnar

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar árið 2022 hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþingi og Síldarvinnslunni.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: blaakirkjan@blaakirkjan.is og jonknutur@austurbru.is

 

About the concert series

The Blue Church Summer Concert Series was founded in 1998 by Muff Worden, a musician and teacher from the USA. Muff died in the year 2006 and the series is helt in her honour.

For more information: blaakirkjan@blaakirkjan.is