Tónleikaröð Bláu kirkjunnar
Sumartónleikaröðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af helstu menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga.
Húsið opnar kl. 20:00.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
About the Series
The series has become one of the major cultural events in the East of Iceland.
The house opens at 20:00.
The concert starts at 20:30.
Tríó Akureyrar og Þórður Sigurðarson – 3. júlí
Um er að ræða sambland af þjóðlögum víða að úr heiminum, m.a. frá: Mexíkó, Finnlandi, Belgíu og Færeyjum en nafn tónleikanna er Landablanda. Nafnið er aðeins tvírætt, en auk þess að fjalla stuttlega um hvert þjóðlag verður komið inn á heiti hvers lands „brennívíns“, svona til gamans. Þá verða þjóðlögin einnig tengd saman með þema sem gengur eins og rauður þráður í gegnum dagskrána. Áheyrendur fá þannig áhugaverða mynd af tónlist sem vex úr jarðvegi ólíkra menningarheima og endurspeglar á sama tíma fjölbreytileika mannkyns – og fegurðina í fjölbreytileikanum.
Tríó Akureyrar samanstendur af Austfirðingnum Erlu Dóru Vogler söngkonu, Skagfirðingnum Jóni Þorsteini Reynissyni harmonikkuleikara og Eistanum Valmari Väljaots fiðlu-, harmonikku-, orgel-, píanó- og allskonar leikara. Þórður Sigurðarson orgel-, píanó- og harmonikkuleikari er Austfirðingum að góðu kunnur og starfaði um margra ára skeið sem organisti og kórstjóri í Neskaupstað, en Erla Dóra og Þórður Sigurðarson hafa áður unnið saman t.d. í hljómsveitinni Dægurlagadraumum sem skemmti Austfirðingum mörg sumur og við flutning Stabat Mater eftir Pergolesi í Mosfellsprestakalli. Nú leiða þessir fjórir tónlistarmenn saman hesta sína í fyrsta sinn. Öll eru þau þekkt fyrir fyrsta flokks tónlistarflutning og líflega framkomu.
Trio Akureyri and Þórður Sigurðarson will perform at the first concert of the Blue Church’s Summer Concert Series on Wednesday, July 3.
They will perform a combination of folk songs from around the world, i.a. from: Mexico, Finland, Belgium and the Faroe Islands, but the name of the concert is „Landablanda“ (an Icelandic wordplay: „Land“ means country and „Landi“ is, well, the Icelandic version of „moonshine“! „Blanda“ then means „to mix something together“. So, „landablanda“ can refer to alcohol and cultures! )
The name of the concert is a bit ambiguous, but in addition to briefly discussing each song, the name of each country’s main schnapps will be introduced! The folk songs will also be connected by a theme that runs like a common thread throughout the program. The audience thus gets an interesting picture of music that grows from the soil of different cultures and at the same time reflects the diversity of humanity – and the beauty in diversity.
Akureyri’s trio consists of singer Erla Dóra Vogler, Jón Þorstein Reynisson (accordionist) and Valmar Väljaots violin (accordion, organ, piano and more) and Þórður Sigurðarson (organ, piano and accordion) will join them in Seyðisfjörður. These musicians have been working together for years and all of them are known for first class musical performance.
Ingibjargir – 10. júlí
Í dúóinu „Ingibjargir“ eru söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir og tónskáldið Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Nýlega kom út fyrsta plata Ingibjarga sem ber heitið „Konan í speglinum“, sem finna má á helstu streymisveitum, en hún inniheldur fimmtán frumsamin sönglög við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur, skálds. Bakgrunnur Ingibjarga spannar klassík, djass og þjóðlagatónlist með áherslu á frjálsan spuna og tónlist þeirra einkennist af þessari margslungnu blöndu ólíkra stíla. Tónlistinni hefur verið lýst sem töfrandi blöndu hins ævaforna og nútímalega; flæði á milli þess hefðbundna og tilraunakennda.
In the duo “Ingibjargir” are singer Ingibjörg Friða Helgadóttir and composer Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Ingibjargir released their first album called “Konan í speglinum” recently (which can be found on all main streaming services). It contains fifteen original songs based on poems by Ingibjörg Haraldsdóttir, poet. The background of Ingibjargir spans classical, jazz and folk music with an emphasis on free improvisation, and their music can be characterized by this intricate mixture of different styles. Their music has been described as a magical blend of the ancient and the modern; a flow between the traditional and the experimental.
Frigg – 17. júlí
Íris Björk Gunnarsdóttir, sópransöngkona og Ólína Ákadóttir, píanisti, munu halda tónleika undir heitinu ,,Mig dreymdi”. Á tónleikunum munu þær taka fyrir drauma, óuppfylltar óskir og hina innstu þrá. Þá verða tónleikagestir leiddir í gegnum draumkenndan tónheim þar sem fjölbreyttar tilfinningar kvikna og ævintýri eiga sér stað. Flutt verður tónlist eftir meðal annars Jórunni Viðar, Lili Boulanger, Edvard Grieg og Claude Debussy. Íris Björk og Ólína hafa hlotið mikið lof fyrir útgeislun sína þar sem vinátta þeirra og leikgleði í tónlistinni kemur skýrt í ljós.
Íris Björk Gunnarsdóttir, soprano singer, and Ólína Ákadóttir, pianist, will conduct a concert under the title “I dreamed”. At the concert, they will address dreams, unfulfilled wishes and the deepest longings. Concert-goers will then be led through a dreamlike world of music where diverse emotions are ignited and adventures take place. Music by, among others, Jórunn Viðar, Lili Boulanger, Edvard Grieg and Claude Debussy will be performed. Íris Björk and Ólína have received a lot of praise for their radiance, where their friendship and playfulness in the music is clearly evident.
Umbra – 24. júlí
Hljómsveitin Umbra flytur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum og frumsamið efni þar sem texti er sóttur í miðaldabókmenntir. Á tónleikunum í Bláu kirkjunni verður í brennidepli efni af plötunni Bjargrúnir auk nýs efnis. Yfirskrift tónleikanna er „Umbra og arfurinn“ og á tónleikunum mega gestir eiga von á náinni stund þar sem kafað verður ofan í sagnaarfinn og íslenska ljóðagerð í tónum og tali. Undanfarin misseri hefur Umbra ferðast vítt um Evrópu með íslensku þjóðlögin í farteskinu. Nýjasta plata Umbru, Bjargrúnir, kom út í tíu löndum í Evrópu og hefur platan hlotið lofsamlega dóma á erlendri grundu. Ævintýri Umbru erlendis halda áfram og framundan eru tónleikaferðalög til Kína, Frakklands og Indlands.
The band Umbra performs Icelandic folk songs in their own arrangements and original material with text taken from medieval literature. The focus will be material from the album Bjargrúnir as well as new material. At the concert, visitors can expect an intimate moment where they will delve into the heritage of stories and Icelandic poetry in tones and speech.
Dundur – 31. júlí
Dundur er sólóverkefni Guðmundar Höskuldssonar gítarleikara og tónlistarmanns í Neskaupstað. Fyrsta hljómplata Dundurs kom út í lok síðasta ársins og vakti heilmikla athygli. Tónlistinni er best lýst sem einskonar „bræðingi“ af djassi, blús, ambíent-tónlist og ýmsu öðru. Með Guðmundi spilar einvala lið tónlistarmanna en á tónleikunum verða, auk hans sjálfs, Þórir Baldursson á hljómborð, Birgir Baldursson, slagverk, og Hafsteinn Már Þórðarson á bassa. Á tónleikunum leika þeir lög af plötunni en Dundur leggur áherslu á frjálsan spuna þannig að áhorfendur geta átt von á ýmsum óvæntum uppákomum!
Dundur is a solo project by Guðmundur Höskuldsson, a guitarist and musician in Neskaupstað in East Iceland. Dundur’s first album was released at the end of last year and attracted a lot of attention. The music is best described as a kind of “fusion” of jazz, blues, ambient music and various other things. Guðmundur plays with a select group of musicians, but the concert will include, in addition to himself, Þórir Baldursson on keyboards, Birgir Baldursson, percussion, and Hafsteinn Már Þórðarson on bass. At the concert, they will perform songs from the album, but Dundur emphasizes free improvisation, so the audience can expect all kinds of surprises!
Um tónleikaröðina
Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
Almennur aðgangseyrir: 4.000 kr.
Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr.
16 ára og yngri: Ókeypis
About
The house opens at 20:00 and the concert starts at 20:30.
General admission fee: 4.000 kr.
The elderly and people with disabilities: 3.000 kr.
16 years and younger: No charge
Um tilurð tónleikaraðarinnar
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar árið 2024 hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþingi og Síldarvinnslunni.
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: blaakirkjan@blaakirkjan.is og elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is
About the concert series
The Blue Church Summer Concert Series was founded in 1998 by Muff Worden, a musician and teacher from the USA. Muff died in the year 2006 and the series is helt in her honour.
For more information: blaakirkjan@blaakirkjan.is